Skemmtilegar og fjölbreyttir tímar þar sem farið verður yfir ýmis grunnatriði undir leiðsögn þjálfara. Hver og einn þátttakandi fer á eigin hraða og stjórnar álagi sjálfur.
Þetta námskeið hentar öllum og sérstaklega þeim sem eru byrjendur, hafa ekki verið í mikilli hreyfingu lengi og eins þeim sem vilja fara rólega af stað í minni hóp.
Gott utanumhald verður frá þjálfara og eins er í boði fyrir þá sem það vilja að bæta við tímum og mæta í fleiri opna tíma.
Ef þú óskar eftir frekari upplýsingum þá má hafa samband við okkur í gegnum cfdalvik@gmail.com
Hlökkum til að taka á móti ykkur 🙂