CDalvík

CDalvík samanstendur af hópi fólks sem hefur fyrst og fremst áhuga á góðum félagsskap, nýjum krefjandi verkefnum og ekki minnst skemmtilegri hreyfingu. 

Ákveðið var að stofna fyrirtæki í kringum starfsemina sem ber nafnið Þröster ehf. en það nafn hefur skemmtilega tengingu við hrikalega góða crossfit æfingu. 

Í stjórn fyrirtækisins sitja sex konur, þær Fjóla Dögg, Heiðrún Villa, Helga Íris, Íris Dan, Lára Bettý og Sólveig Anna-að auki standa að fyrirtækinu Aníta, Helgi, Hilmir, Kristinn Ingi, Magnús Hilmar, Skafti og Snæþór.  Við erum eins ólík og við erum mörg og þekktumst mörg alls ekkert fyrir þessa vinnu. Í hópnum er fólk með allskonar bakgrunn úr íþróttum og félagslífi ásamt menntun og reynslu úr öllum áttum. Í sameiningu höfum við “riggað” upp CDalvík í afar góðri samvinnu sem við erum mjög stolt af. Við höfum lært margt, lagt blóð, svita, tár og hellings tíma til þess að CDalvík geti orðið að veruleika. Það er okkar von að til okkar komi allskonar fólk sem langar að prófa eitthvað nýtt, hreyfa sig í góðum félagsskap og njóta með okkur.