CDalvík-árskort, tímatafla og fleiri frábærar fréttir

Þá er okkar annað starfsár að hefjast og ætlum við að hefja það með bættri þjónustu við okkar frábæru iðkendur og fá vonandi enn fleiri með okkur í lið. Líkt og við sögðum fyrir stuttu þá ætlum við að breyta nafninu okkar í  Crosstraining Dalvík (CDalvík) með því erum við að einhverju leiti að stíga út úr Crossfit rammanum, en taka allt það góða úr því og bæta jafnframt öðrum áherslum við.

Frá og með 31.ágúst mun taka gildi ný tímatafla sem þið getið skoðað hér á heimasíðunni okkar en í vetur verða 4 þjálfarar sem halda utan um vikulega tíma

Tímar 6:10

Í okkar frábæra hóp bætist Jóhann Már (Jói) en hann mun taka að sér 6:10 tímana, Jói er menntaður ÍAK einkaþjálfari, knattspyrnuþjálfari og hefur verið með einkaþjálfun, hópaþjálfun ásamt styrktar þjálfun íþróttamanna síðustu ár. Tímarnir hjá honum verða fyrir alla, byrjendur sem lengra komna sem vilja styrkjast og auka almennt hreysti. Lagt verður upp með fjölbreyttar æfingar þar sem áherslan verður að hafa gaman og hreyfa sig í frábærum félagsskap.

Tímar 12:05

Sólve
ig mun svo halda áfram með kraftmikla hádegistíma en hún er menntaður ÍAK styrktarþjálfari, hefur setið Crossfit level 1 þjálfaranámskeið og kennt hópa, Crossfit og einkaþjálfun síðustu 10 ár. Tímarnir hjá Sólveigu munu samanstanda af fjölbreyttum styrktar, þol og liðleika æfingum. Tímarnir eru fyrir þá sem leitast eftir hreysti, áskorun og skemmtilegum félagsskap og henta öllum óháð líkamsástandi.

 

Tímar 17:15

Íris og Heiðrún munu skipta með sér 17:15 tímunum en þeir byggja á æfingu dagsins sem áfram verður sett inn daglega á heimasíðu og eru það Sólveig og Jói sem setja þær upp.

Aðrar frábærar fréttir eru svo þær að í vetur mun íþróttamiðstöðin og CDalvík verða í samstarfi og því getum við boðið upp á svokölluð Hreystikort en þau gilda þá í CDalvík, ræktina og sund. Þeir sem nýleg hafa keypt árskort eða frá 01.08.20 geta fengið að ganga inn í nýju kortin og greiða þá það sem upp á vantar. 

Hægt er að finna allar upplýsingar um verð á heimasíðunni okkar en sala á kortum mun hefjast í næstu viku og verður þá auglýst sérstaklega.

Við hlökkum til vetrarins með ykkur og vonum að þessi breyting auki fjölbreytni, aðsókn og umfram allt gleði og heilsu 😀

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá má alltaf hafa samband hér cfdalvik@gmail.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *