Kæru vinir

Nú höfum við formlega hafið starfssemi og hlökkum gríðarlega til samstarfsins og allra æfinganna sem framundan eru.

Heimasíðan okkar www.cfdalvik.is verður verður nýtt til þess að birta æfingu dagsins, til kaupa á kortum, ásamt helstu upplýsingum um starfssemi stöðvarinnar.
Við bendum þeim á sem eiga kort að óska eftir aðild að facebook síðunni cfdalvik_korthafar en þar koma inn upplýsingar sem einungis eru ætlaðar þeim.

Aðgangur að stöðinni verður til að byrja með þannig að korthafar fá aðgang að lyklaboxi sem staðsett er við útidyrahurð, við treystum því að borin verði virðing fyrir stöðinni okkar og þetta aðgengi ekki misnotað. Einungis korthafar mega vera í salnum en hann er aðgengilegur frá 05:00-23:00 alla daga nema sunnudaga en þá lokar salurinn kl. 15:00. Á heimasíðunni okkar er hægt að kaupa ,,klippikort,, eða stakt skipti sem veitir aðgang að stöðinni á auglýstum tímum en þó er leyfilegt að fara með korthafa í salinn fyrir utan þann tíma.

Við viljum biðja alla sem koma í salinn að skrifa nafn sitt og tímasetningu í gestabókina þar til við verðum komin með aðgangsstýringarkerfi á hurðina en þannig náum við að fylgjast með nýtingu og fleira.

Hlökkum til að sjá ykkur á æfingu 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *