Kortasalan komin á fullt

Nú er að baki frábær opin vika þar sem við sáum mörg ný andlit og voru tímarnir virkilega skemmtilegir og fjölbreyttir. 

Við munum halda áfram með skráningu í tíma og verður hún sett inn á opnu facebook síðuna okkar cdalvik kvöldinu fyrir hverja æfingu út þessa viku en eftir það einungis á korthafa síðuna okkar. 

Við hlökkum til að sjá ykkur í upphafi nýrrar viku og minnum ykkur á að kíkja á frábært úrval korta hér á síðunni okkar. Sérstaklega viljum við minna á hreystikortið okkar sem er sameiginlegt kort í íþróttamiðstöð, sund og CDalvík og er það því frábær valmöguleiki fyrir þá sem vilja aukna fjölbreytni. Til þess að kaupa slík kort þarf að greiða fyrir hlut íþróttamiðstöðvar í afgreiðslu þar eða í æskurækt og svo er hægt að kaupa okkar hlut á heimasíðunni. Viðskiptavinir hafa tvær vikur til þess að ganga frá kaupum á hvorum stað annars falla kortin úr gildi. Þeir sem eiga nú þegar árskort á öðrum hvorum staðnum geta sett sig í samband við okkur á cfdalvik@gmail.com og við aðstoðum ykkur við að uppfæra kortin. Eins biðjum við þá sem hafa áhuga á að kaupa fjölskyldukort önnur en hjónakort að setja sig í samband við okkur.

Unglinganámskeiðin okkar hefjast  svo mándaginn 7.sept, boðið verður upp á að kaupa 4 vikur í senn en einnig er hægt að kaupa alla önnina sept-des og þá býðst grunnskólanemendum að fá það metið eins og aðrar íþróttir í valgreinum Dalvíkurskóla. Nánari upplýsingar um verð og skráningu er að finna hér á síðunni undir flipanum kaupa kort.

Hlökkum til að sjá ykkur í CDalvík og vonandi verður veturinn framundan skemmtilegur og líflegur þar sem frábærir þjálfarar munu taka á móti ykkur


c

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *