Hreystikort og aðrar mikilvægar upplýsingar

Frá og með 30.ágúst verður hægt að kaupa ýmiskonar kort í CDalvík. Við hvetjum ykkur til að kíkja á verðskrána okkar á www.cdalvik.is og einnig frábæra tímatöflu sem fer af stað 31. ágúst. Þann dag opnar einnig aftur fyrir alla þá sem vilja mæta utan skipulagðra tíma, við treystum því að allir sinni sóttvörnum og þrífi og spritti eftir sig.

Vikuna 31.08-05.09 verður opin vika hjá okkur, þá viku verður skráning í tíma á facebook og komast 14 í hvern tíma en 12 í parawod en við erum búin að bæta við auka parawodi á laugardögum og verða þau framvegis kl. 9 og 10. Skráning hefst um kl. 20:00 kvöldið fyrir hverja æfingu.

Við bjóðum upp á hreystikort sem er sameiginlegt kort í íþróttamiðstöð, sund og CDalvík og er það því frábær valmöguleiki fyrir þá sem vilja aukna fjölbreytni. Til þess að kaupa slík kort þarf að greiða fyrir hlut íþróttamiðstöðvar í afgreiðslu þar eða í æskurækt og svo er hægt að kaupa okkar hlut á heimasíðunni. Viðskiptavinir hafa tvær vikur til þess að ganga frá kaupum á hvorum stað annars falla kortin úr gildi. Þeir sem eiga nú þegar árskort á öðrum hvorum staðnum geta sett sig í samband við okkur á cfdalvik@gmail.com og við aðstoðum ykkur við að uppfæra kortin. Eins biðjum við þá sem hafa áhuga á að kaupa fjölskyldukort önnur en hjónakort að setja sig í samband við okkur.

Við hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur fjölbreytt úrval korta og ef einhverjar spurningar vakna þá ekki hika við að heyra í okkur og senda línu á cfdalvik@gmail.com

Unglinganámskeiðin okkar hefjast  svo mándaginn 7.sept, boðið verður upp á að kaupa 4 vikur í senn en einnig er hægt að kaupa alla önnina sept-des og þá býðst grunnskólanemendum að fá það metið eins og aðrar íþróttir í valgreinum Dalvíkurskóla. Nánari upplýsingar um verð og skráningu er að finna hér á síðunni undir flipanum kaupa kort.

Hlökkum til að sjá ykkur í CDalvík og vonandi verður veturinn framundan skemmtilegur og líflegur þar sem frábærir þjálfarar munu taka á móti ykkur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *